Við skráðum okkur í sambúð í júní í fyrra. Við það hefur margt breyst. Barnabæturnar hrundu niður í sama og ekkert og ég virðist ekki vera til lengur. Alla vega ekki hjá þeim sem senda póstinn sem varðar börnin mín. Mér finnst alveg stórmerkilegt og í rauninni algjörlega óþolandi að sambýlismaður minn fær allan póst sem varðar börnin mín. Ég tek það fram að þetta eru börnin mín sem ég átti áður og hann á ekki. Ég er ein með forræðið og sambýlingurinn minn hefur aldrei fengið forræði yfir þessum börnum. Sem sagt að síðan í júní í fyrra þá hefur hann fengið niðurfellt birfreiðagjald á bílnum sínum vegna barnanna minna, fengið póst frá tannlæknamiðstöð vegna dóttur minnar og einnig póst frá íslendingabók vegna þess að dóttir mín sótti um aðgang! Stórfurðulegt. Mér koma greinilega þessi börn bara ekkert við lengur, he he!
2 ummæli:
Djöfull yrði ég brjáluð ef það væri komið svona fram við mig og mín börn. Hvað er þetta eiginlega? Svo lengi sem þú ert með forræði þá átt þú ein og enginn annar að fá allar upplýsingar, peninga og bara allt sem viðkemur þínum börnum.
Ertu farin að fá póst og peninga varðandi hans börn (þau af þeim sem þú átt ekki) og ef svo er ekki þá skil ég ekki hvað er að ske!!! Ég er öskrandi óð og skrifaðu um þetta í blöðin þar sem þú getur spurt almenning hvort þetta sé heilbrigt!!
þetta er kosturinn við að vera yngri aðilinn.
minn x fékk alltaf líka til sín póst um eignirnar mínar (eins litlar og þær voru þá voru þær hans en ekki mínar á pappírunum frá hinu opinbera)
Skrifa ummæli