mánudagur, 11. febrúar 2008

Sagan endalausa.....

Skáparnir fínu í eldhúsið, sem ég pantaði í júlí/ágúst 2007, komu í síðustu viku. Við ætluðum að bisa við að setja þá upp sjálf, en engar leiðbeiningar fylgja þessum skápum því að þeir eru svo dýrir að það er ekki hægt að láta leiðbeiningar fylgja með. Anyways, við fengum smið til að koma þeim upp og það var gert á föstudaginn. Ég var alveg agalega ánægð með lookið og hlakkaði mikið til að geta dundað mér um helgina við að fylla þá af alls kyns eldhúsdóti sem er í kössum hér og þar í húsinu mínu. Ég byrjaði í gær að raða sparistellinu fallega í borðstofuskápinn og fór svo að huga að nýja eldhússkápnum. Ég opnaði skáphurðina og sá þá að hillurnar í öllum þremur skápum eru svona 2-3 millimetrar of mjóar svo að það kemur bil sem sést vel á milli hillunnar og skápsins, URRRR!

Þannig að á eftir er ég að fara að hringja í uppáhaldsfyrirtækið mitt og láta laga þetta, hvað ætli taki langan tíma að fá nýjar hillur í skápana? Vill einhver veðja um dagsetningu?

Nota bene, ég keypti baðskápa frá þessum sama fyrirtæki og þar er sprunga í einni skáphurðinni, ég lét þá vita af því í september og hef ítrekað það, sprungan er enn á sínum stað og enginn hefur skoðað hana nema ég og áhugasamir fjölskyldumeðlimir!

Ég hlakka mikið til að sjá raunveruleikaþættina sem fara að byrja í sjónvarpinu um pörin sem eiga að gera upp íbúðirnar! Það verður virkilega gaman að fylgjast með hvernig aðrir þjást..... framkvæmdir, iðnaðarmenn, gallar í pöntunum....... muahahahahahahahahaha! Ekki það að ég er alveg viss um að þessi pör munu fá toppþjónustu frá öllum fyrirtækjum og iðnaðarmönnum landsins!

Engin ummæli: