
Þvottavélin mín hefur verið í veikindaleyfi í nokkrar vikur. Hún reif gúmmihringinn sem einangrar hurðina, svo hún fór að leka blessunin. Við keyptum fljótlega nýjan svona gúmmihring, okurverð, og engar leiðbeiningar með! En ég hélt nú að ég, hörkukellan, gæti ráðið við einn svona gúmmihring. Ballið hófst þegar ég fór að reyna að ná rifna hringnum úr, omægod, það var ekkert smá mál. En tókst að lokum með aðstoð hnífa og skæra.... ekki fallegar aðfarir en þvottavélin stóð sig vel. Svo átti að setja nýju græjuna í og það tókst bara alls ekki! Alveg sama hvað við reyndum. Við fengum enga hjálp frá þeim sem seldu okkur gúmmihringinn og engar leiðbeiningar voru til. En við gáfumst ekki upp, hringdum á verkstæði og þar var okkur sagt að til að koma gúmmihringnum á, þá yrðum við eiginlega bara að taka alla vélina í sundur!!! Nokkrar vikur liðu, og þá gafst ég upp og hringdi á viðgerðarmann. Hann kom í gær, og var eldsnöggur að þessu, kostaði aðeins 9369 krónur fyrir utan varahlutinn sem við keyptum og hann kostaði litlar 13000 krónur.... en vélin virkar! Og núna er æsispennandi keppni í þvottahúsinu mínu, vélin mín og vél sambýlingsins að keppast um hvor verður fyrst með 60 gráða prógrammið, ég ætla að fara niður og fylgjast með keppninni!
1 ummæli:
You need to get out more !!
Skrifa ummæli