mánudagur, 28. janúar 2008

Talandi um glerbrot....


Það rifjaðist upp fyrir mér um helgina, þar sem ég var tyggjandi glerbrot, að ég og besta vinkona mín vorum einu sinni á djamminu. Við fórum ekkert sérstaklega oft, en...... jæja, alla vega, í þetta skiptið sáum við blindfullan mann bíta stóran bita úr bjórglasinu sínu og bryðja bitann af áfergju. Hann var allur skorinn og blóðugur og þetta var frekar ógeðslegt að sjá! Hvernig ætli hann hafi verið daginn eftir? Ég var aum og sár í tungunni og það var bara eftir einn lítinn bita!

Og kraftaverk gerðist um helgina. Kiddi pípari kom og núna er loksins heitt í húsinu!

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Foj ég man eftir þessu. Man ekki betur en að helvítis maðurinn hafi tekið marga bita af glasinu og gékk þetta ágætlega hjá honum. En svo síðasti bitinn þá forsblæddi.... kyngdi hann ekki líka glerbrotum og var maðurinn geðveikur eða eru þið bara með klúbb

Anna Stína sagði...

Já, heyrðu þetta er rétt, þetta voru margir bitar og hann kyngdi þessu! Dísus, hvað það er hægt að vera geðveikur!
Og nei, ég ætla ekki að sofna klúbb með þessum manni!