
Það er komið fiskabúr hérna, með nokkrum skrautfiskum. Einn þeirra, veit ekki af hvaða tegund, var augljóslega ólétt. Hún var ekki búin að vera hér lengi þegar hún eitt kvöldið fór að haga sér undarlega, miðað við fisk! Hún dró sig í hlé og blakaði uggunum öðruvísi en hinir. Var eiginlega bara kyrr á sama staðnum. Við ákváðum að hún væri að fara að unga út og ákváðum að kaupa ungabúr daginn eftir. Morguninn eftir, var þessi fiskur hin hressasta. Tágrönn og fín! Ekkert að henni og ekki að sjá að hún hafi spýtt út úr sér nokkrum sílum eða gengið með þau! En sílin finnast hvergi...... enda setja mæðurnar þau víst upp í munninn til að vernda þau fyrir hinum fiskunum og þá eru aumingja sílin oftast étin, alveg óvart!
3 ummæli:
já sílin eru sko fín næring fyrir hina.
gerði þetta í fyrstu gotunum hjá mínum fiskum en þegar 4. sendingin var komið hjá kellunum og 20stk í hvert skipti þá hætti ég enda rúmaði búrið ekki meira orðið, samt merkilegt hvað það komust margir lífs af í stóra búrinu enda fullt af felustöðum.
Fiskar eru ekki neitt sérstaklega vitur dýr. Það skýrir margt í hegðun fiska.
Heheh, bara að þú takir ekki upp sömu siði og étir ungviðið til að losna við fyrirhöfnina.
Skrifa ummæli