sunnudagur, 20. janúar 2008

Verslunarferð

Ég fór með dóttur minni í Kringluna í gær til að versla á hana fermingakjólinn, betra að vera búin að því, fermingardagurinn nálgast hratt!
Hún var aldrei slíku vant til í að standa í þessu og mátaði skrilljón kjóla. Tók sig vel út, enda vel vaxin eins og mamman (hmmmm!). En þarna við mátunarklefana er fullt af speglum og ég stóð þarna eins og illa gerður hlutur, í þykkri dúnulpu, gallabuxum og umfram allt í þægilegum skóm. Sem sagt ekki mjög smart. Við hliðina á mér stóð önnur kona, svipað smart og ég. Dóttir hennar var líka að máta og við mæðurnar horfðum á hvor aðra og brostum, vorum báðar mjög ánægðar með dæturnar og líka að reyna að fá þær til að velja efnismeiri flíkur. Við höfum sennilega báðar hugsað um hvað gerðist fyrir okkur, orðnar kellingar í þægilegum en hallærislegum fötum og ekki að máta fötin í þessari búð, enda kæmumst við sennilega ekki með annan fótinn í þau. Fyrir utan það að við heyrðum ekkert hvað afgreiðslufólkið var að segja, vegna ærandi hávaða frá tónlist. Einhver tónlist sem dóttir mín fílaði í botn, en ég flokkaði sem hávaða! En að lokum fannst kjóll sem við mæðgurnar erum ánægðar með, dóttir mín stóð þarna í honum og var eins og prinsessa. Rosalega fín í galakjól, leggings og þykkum ósamstæðum íþróttasokkum!

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Og hvar eru myndirnar! Af henni og líka af þér og hinni hællærislegur kellinguni???

Afsakið ég stóðst þetta ekki

; ) ég er líka alveg viss um að þú ert að ljúga þessu og þú varst svaka smart!!!

Nafnlaus sagði...

það er "inn" vinkona að vera bara í þægilegum skóm og dúnúlpu .... eða það hlýtur að vera fyrst ég er alltaf þannig :O)