föstudagur, 18. janúar 2008

Minnið og kjúklingavængir

Í gær bað vinkona mín mig um að passa fyrir sig dóttur sína meðan að hún færi í jarðarför, þyrfti að vera að aðstoða við erfidrykkju og fleira svo að hún þarf pössun allan daginn. Ekki málið segi ég, finnst samt eins og ég eigi að gera eitthvað þennan dag. En það getur varla verið mikilvægt fyrst ég man alls ekki hvað það er, svo ég segist vera til í að passa. Nokkrum tímum seinna hrekk ég í samband! Elsti sonur minn er að fara í hnéaðgerð þennan dag! Ekkert mikilvægt það!

Í gærkvöldi nennti ég ekki að elda svo ég ákvað að fara og kaupa take away. Hamborgarar urðu fyrir valinu hjá okkur. Ég fer á staðinn og panta og þar er vægast sagt brjálað að gera. Ég bíð þarna þolinmóð og heyri svo að staffið er að tala saman um að frönsku kartöflurnar séu búnar. En þar sem enginn talar við mig, hélt ég að þau hefðu fundið kartöflur og málið væri dautt. Loksins kom svo pöntunin mín, ostborgari, baconborgari og í staðinn fyrir franskar voru..... kjúklingavængir!!!! Nammi namm NOT! Hamborgari, kjúklingavængir og kokteilsósa hljómar ekki vel í mín eyru! Svo ég afþakkaði kjúklingavængina afgreiðslumanninum til mikillar undrunar! Hann varð frekar fúll og grýtti eiginlega bara í mig gosinu og sagði að svona gerðist oft þegar mikið væri að gera og ég átti að vorkenna honum sem sagt! En nei, enga vorkunn fékk hann frá mér, en ég fékk endurgreidda hamborgarana! Hitaði svo bara franskar sjálf þegar ég kom heim!

2 ummæli:

Svava sagði...

hehe hvaða væl, rosa gott combo hamborgarar með kjúklingavængjum :D

Nafnlaus sagði...

Málið er að það á bara alltaf að vera til nóg af þessu russlfæði. Það er nefnilega hollara eftir því sem maður étur meir af því!! Eða bíddu hvernig er þetta aftur??