
Á þessu ári eru 10 ár síðan ég útskrifaðist úr Kennaraháskólanum, TÍU ár! Mér finnst eins og þetta hafi gerst í gær! Við bekkurinn ætlum að halda upp á daginn og hittast 6. júní sem er einmitt útskriftardagurinn og gera eitthvað skemmtilegt. Ég hlakka mikið til, enda skemmtilegur hópur á ferð og ég hef ekki séð marga þeirra í 10ár eða svo!
En á þessu ári eru líka tuttugu ár síðan amma mín dó, TUTTUGU ár er langur tími! Finnst ég ekkert hafa elst, en hlýt að gera það samt!
Á næsta ári eru 30 ár síðan ég flutti heim frá Noregi, 10 ár síðan pabbi minn dó og ég verð tuttugusinnumtveir!
Í dag eru 67 dagar þangað til ég og Doddi förum til Fågelfors, ekki það að ég sé eitthvað að telja niður
Engin ummæli:
Skrifa ummæli