mánudagur, 19. maí 2008

Helgin


Á föstudaginn var ég svo heppin að vinkona mín gaf mér miða á tónleika með Jet black joe. Vinkona vinkonu minnar átti upphaflega miðann en var svo óheppin að vera veik og ákvað að gefa miðann sinn, takk fyrir mig! Tónleikarnir voru mjög skemmtilegir og tónlistin var fjölbreytt! Byrjaði á rólegum nótum, fór svo í gospel og þaðan yfir í rokk! En frábær söngvari og skemmtileg stemmning þarna.

Á laugardaginn fór ég í blómabúð og dröslaði heim fullt af runnum og blómum. Mjög líkt mér að fara í blómabúð, enda er þekkt að ég elska svona! Mér líður hvergi jafn vel og í blómabúð! NOT!

Á sunnudaginn hófst svo vinnan! Við mokuðum upp hálfan garðinn eða svo og skiptum um mold. Enda höfðu mínir elskulegu iðnaðarmenn, og þá aðallega pólski listaflísarinn sem var hér, gjörsamlega rústað moldinni fyrir framan húsið. Þessi flísari var nefnilega svo einstaklega umhverfisvænn að hann notaði garðinn í staðinn fyrir ruslið. Ekki það að hann byrjaði á því að stífla nýju niðurföllin í húsinu með fúguafgöngum, og eftir að ég talaði við hann um það, þá notaði hann garðinn! Snillingur!
En alla vega, eftir mikið púl allan daginn er komið beð fyrir framan húsið þar sem settir voru kvistir og einir, verður flott einhvern tímann.
Svo á ég eftir að planta blómum í beð hérna fyrir aftan hús og reyta eins og hundrað tonn af arfa og illgresi!

Í gærkvöldi fór ég svo með gleym-mér-ei úr garðinum mínum til pabba og setti í blómapottinn hjá leiðinu hans. Ég hafði líka keypt blásólir sem ég setti á leiðið, enda voru blásólir uppáhaldsblómin hans.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

ert svo mikil blómarós :O)
dugleg hafið þið verið - kem í sumar að sjá einhvern góðviðrisdaginn