laugardagur, 3. maí 2008

fæðing heima eða fæðing á spítala???

Ljósan mín kom til mín í gær og sýndi mér bréf sem hún hefur fengið frá yfirlækninum á kvennadeildinni. Hann vill meina að sonur minn hafi fæðst þar, þar sem fylgjan kom ekki heima heldur þurfti ég að fara í aðgerð til að ná í hana á spítalanum. Barnið mitt fæddist heima þó svo að fylgjan hafi verið fjarlægð á spítalanum! Hvernig er hægt að rökstyðja það að barnið mitt hafi fæðst á fæðingadeildinni þegar hann hefur ekki einu sinni komið þangað! Garg!
Eða eins og ein vinkona mín orðaði mjög skemmtilega " þetta er eins og að segja að ég hafi komið til Toronto því taskan mín fór óvart þangað! hahaha, segir allt sem segja þarf um þetta mál!
En annað var stórmerkilegt. Sonur minn sá ljósuna sína og ég get svo svarið það að barnið þekkti hana. Hann vildi ólmur fara til hennar og lét hana bara ekki í friði! Hann er ekki fyrir það að fara til ókunnugra, en þessa konu þekkti hann!

Engin ummæli: