Jæja, við Doddi erum komin í sumarfrí!!! Verðum í fríi til 1. ágúst, bara snilld. Ég reyndar byrja í nýju helgarvinnunni minni á laugardaginn, en það er nú bara fínt að skreppa aðeins út og sjá annað fólk, svona aðra hverja helgi alla vega!
Sumarfríið byrjaði samt ekki vel, því Doddi varð veikur og var með rúmlega 40 stiga hita í 3 daga, en hann er núna að jafna sig. Ég hringdi á læknavaktina á öðrum degi veikindanna, því guttinn var svo óvær og grét og grét. Læknirinn sem kom, kona að nafni Anna, var vægast sagt dónaleg og leiðinleg. Fannst greinilega alger óþarfi að ég hefði hringt, sem betur fer var Doddi ekki með eyrnabólgu eða neitt,en ég var lengi að jafna mig á leiðinlega lækninum!
Síðan við fórum í frí, er búið að flytja Helgu niður í nýtt herbegi, hún er ekkert smá ánægð með það! Einn fjólublár veggur og svartar rúllugardínur, nettenging og sjónvarp .... þá brosir maður breitt! Svo er verið að mála forstofuna, Gunna herbegi, Dodda herbegi og ég veit ekki hvað! Húsið verður stórglæsilegt fljótlega!
Anyways.... Birna, þú verður að finna eitthvað fjall þarna í skóginum fyrir okkur til að skokka upp á! Við erum svo miklar fjallageitur og útivistarkonur!
19 dagar í Fagelfors!
Sunnudagur til sælu
-
Já eða ég veit það svo sem ekki. Kláraði restina af peningnum mínum úti í
búð og meira þar til. Fékk lánaðar nokkrar krónur hjá bílastússaranum
mínum. Anna...
Fyrir 14 árum
3 ummæli:
ég skal nú bera betur en það!! Ég er búin að finna gil handa þér!!
http://sv.wikipedia.org/wiki/More_kastell
Hmmm, er ráðlegt að konur á ykkar aldri séu að brölta utan malbikaðra vega..? Læknar eru truntur, líta of stórt á sig margir. Screw that woman!
Svava heldur greinilega að allir séu með ökklana hennar :op
þið Birna verðið flottastar á fjöllum og í gilum ef út í það er farið ...
njóttu frísins og látum Önnu lönd og leið
Skrifa ummæli