Stóri unglingurinn minn á það til að koma of seint heim. Þannig að núna er búið að skipa honum að vera alltaf með gsm símann á sér svo hin geðgóða og skilningsríka móðir hans, sem er ég, geti alltaf hringt til að vita hvar hann er og reka hann heim. Í gær mátti drengurinn vera úti til kl 0100. Ég hringdi í hann um hálfeitt eftir miðnætti og minnti hann á að fara að leggja af stað heim. Svo sofnaði ég! Og hrökk upp aftur um 45 mínútum síðar. Rauk í símann minn og varð mjög pirruð þegar ég sá að klukkan var að verða hálf tvö. Hringdi í unglinginn og hvæsti grimmilega á hann .... drengurinn sagði bara... mamma, róa sig! Ég er löngu kominn heim og er niðri í herbeginu mínu! Dooooooooooh!
1 ummæli:
ha ha ha ha.... Aumingja unglingurinn að eiga svona klikkaða móðir
Skrifa ummæli