Við Doddi og Helga fórum í skrúðgönguna hérna í heimabænum okkar 17. júní, mjög gott veður og gangan gekk vel. Eftir það brugðum við okkur í kaupstaðaferð og fórum í miðbæinn. Þar hittum við 2 vinkonur mínar ásamt dóttur annarrar. Vinkonur mínar, svaka skutlur, stóðu þarna skælbrosandi. Önnur hélt á rellu fyrir dótturina og hin hélt á risa stórri helium barbie blöðru, fyrir barnið, geri ég ráð fyrir. Barnið hafði engan áhuga á þessu dóti, en hafði samt örugglega haft fyrir því að snikja þetta af mömmunni! Barnið fékk svo sleikjusnúð í Lækjargötu og var mjög ánægð með afrakstur dagsins! Snuðið hélt hún þó á sjálf! Ekki það að ég er alveg viss um að vinkonur mínar hafi verið mjög ánægðar með að hafa afsökun fyrir að ganga brosandi um bæinn með blöðru og rellu!
Í dag eru 30 dagar þangað til við Doddi leggjum land undir fót og við erum orðin mjög spennt. Fagelfors er jú nafli alheimsins!
Sunnudagur til sælu
-
Já eða ég veit það svo sem ekki. Kláraði restina af peningnum mínum úti í
búð og meira þar til. Fékk lánaðar nokkrar krónur hjá bílastússaranum
mínum. Anna...
Fyrir 14 árum
1 ummæli:
ég þakka sko dömunni fyrir blöðruna ... enda bara flottust með hana í fanginu :oP
takk fyrir vöfflurnar, þær komu sér vel eftir flakkið í bænum
Skrifa ummæli