fimmtudagur, 3. apríl 2008

Hvað þarf mikið til að ná út einni tönn?


Ég var hjá tannsa í dag. Fór loksins að láta taka ónýtu rótfylltu tönnina, átti reyndar fyrst að mæta í janúar... en "komst alls ekki". Fékk svo tíma í febrúar..... "komst alls ekki þá".... í dag fann ég engar afsakanir, en reyndi mikið samt. Ég er nefnilega svo skrýtin, að mér finnst alls ekki gaman hjá tannlæknum og forðast þá af fremsta megni!


En alla vega ég mætti og hafist var handa! Tannsi deyfði mig vel og rækilega og deyfði mig svo aftur þegar í ljós kom að ég var ekki alveg dofin. Tannsi byrjaði með þessu venjulega, pikka aðeins í tönnina og tók svo krónuna sem var ofan á henni. Svo vandaðist málið, því tönnin vildi alls ekki gefa sig. Var samt komin í marga mola, en fór ekki. Tannsinn og klínkan hömuðust eins og þau gátu, klínkan var búin að teygja á munninum mínum mun lengra en ég hélt að væri hægt!Tannsi kom með alls kyns verkfæri og græjur, ég lokaði augunum og vildi bara alls ekki vita hvað hann var að gera. En ég komst ekki hjá því að taka vel eftir því þegar tannsi mætti með hamar og meitil og fór að hamra á tönninni. Ég hélt að kjálkinn myndi brotna! Það var sérstaklega skemmtilegt þegar meitillinn festist í tönninni og tannsi fór að bisa við að leysa hann! En að lokum gaf tönnin sig og fór út í litlum bitum. Ég sit núna heima, deyfingin að fara úr og með kælipoka á andlitinu.

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

oh my god
hef sjálf aldrei haft neitt á móti tannlæknum enda bara sofna ég í stólnum hjá þeim, en andsk.. hafi það ef það þarf hamar og meitil í málið úfff

Birna sagði...

Þú ert hetja. Ég er alveg búin að sjá það út að best væri að vera bara með falskar tennur sem maður getur sett í glas á náttborðið. Það er ekki annað en vesen með þetta ekta stell.

Anna Stína sagði...

Segi nu kannski ekki hetja,,,,

En varðandi falskar, þá er hægt að senda þær í pósti til tannsa ef þær brotna eða eitthvað ;)

Svava sagði...

OMG, þetta hljómar ansi brutal ! Vona að ég haldi mínu stelli sem lengst !