Ég fór um daginn og skipti um barnabílstól. Stóllinn sem ég fékk er bakvísandi og er ekkert smá flókið að setja hann í bílinn! Maðurinn sem vinnur hjá bílstólaleigunni var alveg rosalega áhugsamur um þetta allt saman og honum leist svo vel á mig að hann ákvað að leyfa mér að vera fyrsti viðskiptavinurinn sem prófar nýju bílstólaísetningaleiðbeiningarnar. Gömlu leiðbeiningarnar voru víst eitthvað flóknar og langar svo hann var búinn að semja nýja styttri útgáfu með ljósmyndum! Anyways, ég tók á móti þessu og var nú alveg viss um að þetta yrði lítið mál! Fyrst átti að færa framsætið í bílnum í fremstu stöðu, ekkert mál, ég gerði það. Svo átti að setja beltin sem fylgdu stólnum í lykkju á milli stóls og baks á framsætinu! Þarna fór að síga á ógæfuhliðina, ég skildi þetta engan veginn. Og þegar ég spurði manninn, þá sagði hann bara þú ert ekki að lesa leiðbeiningarnar! HA? Eða þú verður að skoða mynd númer 2, sem sýndi eitthvað sem ég vissi ekki hvað var! Ég las leiðbeiningarnar alveg yfir og endaði á því að viðurkenna að ég skildi alls ekkert hvað ætti að gera, vona að ég hafi ekki eyðilagt helgina fyrir manninum! Hann reif af mér þessar eðal leiðbeiningar og sendi mig heim með þær gömlu, en hann hafði enga trú á mér, svo hann setti stólinn í fyrir mig!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli